Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:46 Pep Guardiola og Ruben Amorim vonast báðir eftir að sjá lið sín hrökkva almennilega í gang í dag eftir slappa byrjun á tímabilinu. Getty/Mike Hewitt Í fyrsta sinn í fimm ár er Manchester United fyrir ofan Manchester City fyrir grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Rúben Amorim telur það hins vegar algjört grín að segja pressuna svipaða á sér og Pep Guardiola. Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram. Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram.
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira