Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 16:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur ekki og mun ekki skipa vararíkissaksóknara. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra mun ekki skipa nýjan vararíkissaksóknara í ljósi boðaðrar lagasetningar sem færir skipunarvaldið frá ráðherra til ríkissaksóknara. Í gær var greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefði birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miðuðu af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt hefði verið til að skipunartími yrði fimm ár. Þá hefði verið lagt til að ráðning í embættin yrði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. „Ég tel að æviskipanir eigi ekki lengur rétt á sér nema örfá mjög mikilvæg embætti. Slík forréttindi eiga að heyra fortíðinni til. Við þurfum að færa stjórnsýsluna nær nútímanum og nær því sem er skynsamlegt,“ var haft eftir dómsmálaráðherra í tilkynningu um áformin. Tilefnið mál Helga Magnúsar Í tilkynningu var haft eftir ráðherra að „í ljósi reynslunnar“ legði hann til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara yrðu fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar. Engum dylst að reynslan sem þar er vísað til er reynslan af máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, sem lét af embætti vararíkissaksóknara eftir að ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá embætti, fyrri dómsmálaráðherra taldi ekki forsendur til þess, Þorbjörg Sigríður bauð honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra en hann hafnaði flutningnum. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Enginn skipaður í bráð Hvorki kemur fram í Samráðsgáttinni hvenær frumvarpið verður lagt fyrir né hvort vararíkisaksóknari verið skipaður fyrir þann tíma. Í svari dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis segir að frumvarp ráðherra verði lagt fram strax í haust og ráðherra voni að þingheimur taki frumvarpinu vel. Í ljósi frumvarpsins standi ekki til að skipa nýjan vararíkissaksóknara ævilangt. Frumvarpið mun ekki hafa áhrif á þá sem þegar gegna þeim embættum sem undir eru og því hefði vararíkissaksóknari notið æviskipunar, hefði hann verið skipaður fyrir gildistöku boðaðra lagabreytinga. Loks segir í svari ráðuneytisins að ekki standi til að skipa vararíkislögreglustjóra, þrátt fyrir að Helgi Magnús hafi afþakkað embættið. Ekki hafði verið skipað í embættið í árafjöld áður en Helga Magnúsi var boðinn stóllinn. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. 4. september 2025 13:03 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Í gær var greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefði birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miðuðu af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt hefði verið til að skipunartími yrði fimm ár. Þá hefði verið lagt til að ráðning í embættin yrði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. „Ég tel að æviskipanir eigi ekki lengur rétt á sér nema örfá mjög mikilvæg embætti. Slík forréttindi eiga að heyra fortíðinni til. Við þurfum að færa stjórnsýsluna nær nútímanum og nær því sem er skynsamlegt,“ var haft eftir dómsmálaráðherra í tilkynningu um áformin. Tilefnið mál Helga Magnúsar Í tilkynningu var haft eftir ráðherra að „í ljósi reynslunnar“ legði hann til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara yrðu fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar. Engum dylst að reynslan sem þar er vísað til er reynslan af máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, sem lét af embætti vararíkissaksóknara eftir að ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá embætti, fyrri dómsmálaráðherra taldi ekki forsendur til þess, Þorbjörg Sigríður bauð honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra en hann hafnaði flutningnum. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Enginn skipaður í bráð Hvorki kemur fram í Samráðsgáttinni hvenær frumvarpið verður lagt fyrir né hvort vararíkisaksóknari verið skipaður fyrir þann tíma. Í svari dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis segir að frumvarp ráðherra verði lagt fram strax í haust og ráðherra voni að þingheimur taki frumvarpinu vel. Í ljósi frumvarpsins standi ekki til að skipa nýjan vararíkissaksóknara ævilangt. Frumvarpið mun ekki hafa áhrif á þá sem þegar gegna þeim embættum sem undir eru og því hefði vararíkissaksóknari notið æviskipunar, hefði hann verið skipaður fyrir gildistöku boðaðra lagabreytinga. Loks segir í svari ráðuneytisins að ekki standi til að skipa vararíkislögreglustjóra, þrátt fyrir að Helgi Magnús hafi afþakkað embættið. Ekki hafði verið skipað í embættið í árafjöld áður en Helga Magnúsi var boðinn stóllinn.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. 4. september 2025 13:03 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39
Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59
Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. 4. september 2025 13:03
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31