Fótbolti

Leiðin á HM: Menn ó­sam­mála og Gummi Ben brenndi sig

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru staddir í París.
Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru staddir í París. Vísir/Sigurður

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru staddir í París þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 í kvöld. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM.

Menn spáðu í spilin fyrir leik kvöldsins og voru ósammála um hver niðurstaðan yrði. Þá lenti Gummi Ben í brasi er hann brenndi sig á tungunni.

Klippa: Leiðin á HM - Menn ósammála í spá sinni og Gummi brann á tungunni

Þáttinn má sjá í spilaranum.

Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:15.


Tengdar fréttir

Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru á Parc des Princes í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 á morgun. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM.

Blaðamenn fleiri en Íslendingar

Ekki er útlit fyrir að Frakkar fylli Parc des Princes, heimavöll PSG, er Ísland sækir Frakkland heim í undankeppni HM 2026 í París í kvöld. Örfáir Íslendingar verða á leiknum.

„Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson segir frönsku kunnáttu sína ekki vera nægilega góða til að hann geti tjáð sig mikið við leikmenn franska landsliðsins í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á Parc des Princes í París annað kvöld. Hann lét vera að láta blótsyrði falla á blaðamannafundi í dag.

Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið

„Það eru allir klárir og allir heilir. Hefur verið óvenju mikið að gera hjá sjúkraþjálfurunum í þessari ferð,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi um landsliðshóp Íslands fyrir leikinn við Frakkland á Parc des Princes í undankeppni HM karla í fótbolta annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×