Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2025 13:46 Jonas Gahr Store, forsætisráðherra, ræddi við fjölmiðla í morgun um niðurstöður kosninga og um það sem framundan er. Getty/Carl Court Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð. Gestir kosningavöku Verkamannaflokksins fögnuðu ákaft í nótt. Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra, sagði við fréttastofu AP að önnur Evrópuríki gætu dregið lærdóm af norsku kosningunum. Félagshyggjuflokkar gætu vel unnið kosningasigur í kosningum þar sem „sterkur hægri poppúlistaflokkur“ sópar til sín fylgi frá hefðbundnari flokkum. Rauða blokkinn hefði sýnt það og sannað með niðurstöðum kosninga. Gestir á kosningavöku Verkamannaflokksins voru að vonum ánægðir með þróun mála í nótt en flokkurinn er stærstur og rauða blokkinn vann nauman sigur.Getty/Carl Court Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre fékk rúm 28 prósent atkvæða, og er stærsti flokkurinn eftir nýafstaðnar kosningar og rauða blokkin, heldur velli. Framfaraflokkur Sylvi Listhaug, sem er yst til hægri, vann þó glæstan kosningasigur og endaði með tæp 24 prósent atkvæða. „Ég held að það sem hafi komið mest á óvart er að allt fylgi Framfaraflokksins hafi skilað sér og eiginlega meira til, meira en þau voru búin að mælast með í könnunum. Mjög margt ungt fólk hafði sagst ætla að kjósa þau og það sama gildir um fólk sem kaus ekki í síðustu kosningum. Þess vegna var frekar búist við að flokkurinn myndi fá minna fylgi en hann mældist með,“ segir Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur. „Þó það líti allt út fyrir að Støre haldi völdum þá má eiginlega segja að Framfaraflokkurinn sé sigurvegari þessara kosninga, langbestu kosningar sem hann hefur nokkru sinni fengið.“ Hluti kjósenda leiður á Solberg Það gæti dregið til tíðinda innan úr herbúðum Ernu Solberg, sem á myndinni er fyrir miðju, því flokksmenn eru farnir að krefjast breytinga í forystunni eftir að Hægri galt afhroð, undir forystu Solbergs. Hún hefur sjálf sagt að hún muni ekki koma til með að leiða flokkinn í næstu kosningum að fjórum árum liðnum.Getty/Carl Court Herdís var spurð hvað skýrði velgengni Framfaraflokksins og um leið hnignun Hægri, sem Erna Solberg leiðir og galt í raun afhroð. „Þetta er hluti af vaxandi einstaklingshyggju og hægri sveiflu sem sveiflast lengra til hægri en fylgið hefur verið mjög víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Sennilega hlýst þetta líka af því að kjósendur hægri flokks Ernu Sólberg voru kannski orðnir leiðir á henni.“ Hægri flokkurinn hefði lagt allt sitt traust við Ernu Solberg en flokkurinn endaði með 14,6% atkvæða. „Þau héldu að hún væri besti kosturinn inn í þessar kosningar en svo virðist sem hluti kjósenda væri orðinn leiður á henni.“ Krefjandi verkefni framundan Støre bíður nú það vandasama verkefni að reyna að mynda ríkisstjórn. „Spennan er nú ekki alveg búin, því nú bíður Støre að ræða við sína samstarfsflokka. Það eru allir til í að vinna með Støre en þeir eru ekki til í endilega að vinna með hver öðrum, til dæmis Miðflokkurinn og Umhverfisflokkurinn, Græningjar. Þeir eru oft á öndverðum meiði þannig að kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið.“ Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. 9. september 2025 08:21 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. 8. september 2025 19:07 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Gestir kosningavöku Verkamannaflokksins fögnuðu ákaft í nótt. Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra, sagði við fréttastofu AP að önnur Evrópuríki gætu dregið lærdóm af norsku kosningunum. Félagshyggjuflokkar gætu vel unnið kosningasigur í kosningum þar sem „sterkur hægri poppúlistaflokkur“ sópar til sín fylgi frá hefðbundnari flokkum. Rauða blokkinn hefði sýnt það og sannað með niðurstöðum kosninga. Gestir á kosningavöku Verkamannaflokksins voru að vonum ánægðir með þróun mála í nótt en flokkurinn er stærstur og rauða blokkinn vann nauman sigur.Getty/Carl Court Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre fékk rúm 28 prósent atkvæða, og er stærsti flokkurinn eftir nýafstaðnar kosningar og rauða blokkin, heldur velli. Framfaraflokkur Sylvi Listhaug, sem er yst til hægri, vann þó glæstan kosningasigur og endaði með tæp 24 prósent atkvæða. „Ég held að það sem hafi komið mest á óvart er að allt fylgi Framfaraflokksins hafi skilað sér og eiginlega meira til, meira en þau voru búin að mælast með í könnunum. Mjög margt ungt fólk hafði sagst ætla að kjósa þau og það sama gildir um fólk sem kaus ekki í síðustu kosningum. Þess vegna var frekar búist við að flokkurinn myndi fá minna fylgi en hann mældist með,“ segir Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur. „Þó það líti allt út fyrir að Støre haldi völdum þá má eiginlega segja að Framfaraflokkurinn sé sigurvegari þessara kosninga, langbestu kosningar sem hann hefur nokkru sinni fengið.“ Hluti kjósenda leiður á Solberg Það gæti dregið til tíðinda innan úr herbúðum Ernu Solberg, sem á myndinni er fyrir miðju, því flokksmenn eru farnir að krefjast breytinga í forystunni eftir að Hægri galt afhroð, undir forystu Solbergs. Hún hefur sjálf sagt að hún muni ekki koma til með að leiða flokkinn í næstu kosningum að fjórum árum liðnum.Getty/Carl Court Herdís var spurð hvað skýrði velgengni Framfaraflokksins og um leið hnignun Hægri, sem Erna Solberg leiðir og galt í raun afhroð. „Þetta er hluti af vaxandi einstaklingshyggju og hægri sveiflu sem sveiflast lengra til hægri en fylgið hefur verið mjög víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Sennilega hlýst þetta líka af því að kjósendur hægri flokks Ernu Sólberg voru kannski orðnir leiðir á henni.“ Hægri flokkurinn hefði lagt allt sitt traust við Ernu Solberg en flokkurinn endaði með 14,6% atkvæða. „Þau héldu að hún væri besti kosturinn inn í þessar kosningar en svo virðist sem hluti kjósenda væri orðinn leiður á henni.“ Krefjandi verkefni framundan Støre bíður nú það vandasama verkefni að reyna að mynda ríkisstjórn. „Spennan er nú ekki alveg búin, því nú bíður Støre að ræða við sína samstarfsflokka. Það eru allir til í að vinna með Støre en þeir eru ekki til í endilega að vinna með hver öðrum, til dæmis Miðflokkurinn og Umhverfisflokkurinn, Græningjar. Þeir eru oft á öndverðum meiði þannig að kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið.“
Noregur Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. 9. september 2025 08:21 Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. 8. september 2025 19:07 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn. 9. september 2025 08:21
Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Fylking mið- og vinstriflokka í norskum stjórnmálum mælist með meirihluta í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Miðað við fyrstu tölur fá þeir flokkar 88 þingmenn með Verkamannaflokkinn í broddi fylkingar. Aðrir flokkar sem teljast til hægri fá 81 þingmann en 85 þarf til að hljóta meirihluta á norska stórþinginu. 8. september 2025 19:07