Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2025 09:00 Ísraelskir sjúkraliðar flytja lík eins fórnarlamba árásarinnar á börum í Jersúsalem. AP/Mahmoud Illean Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum. Þau látnu eru sagðir þrír karlmenn á fertugsaldri auk karls og konur á sextugsaldri, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. AP-fréttastofan segir tólf særða. Ísraelskur hermaður og vegfarandi eru sagðir hafa skotið á byssumennina og fellt þá. Árásin átti sér stað við fjölfarin gatnamót við norðanverðan inngang Jerúsalem. Gatan liggur að landtökubyggðum gyðinga í Austur-Jerúsalem. Lögreglan segir að byssumennirnir hafi skotið á fólk sem beið eftir strætisvagni en ísraelskir fjölmiðlar halda því fram að mennirnir hafi einnig farið um borð í strætisvagn og skotið á farþegar í honum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fór á vettvang um tveimur tímum eftir að árásin var gerð. Hann sagði Ísraela há stríð á nokkrum vígstöðvum, þar á meðal á Gasa, Vesturbakkanum og í Ísrael. Netanjahú átti að vera í dómsal þar sem spillingarmál á hendur honum er til meðferðar en því var frestað vegna árásarinnar. Þá lofaði forsætisráðherrann sérstaklega hermanninn sem tók þátt í að stöðva byssumennina. Hann væri úr nýrri herdeild fyrir strangtrúaða gyðinga. Hamas-samtökin gengust ekki beint við ábyrgð á árásinni en sögðu hana „náttúruleg viðbrögð við glæpum hernámsins gegn þjóð okkar“. Árásin í dag er sú mannskæðasta í Ísrael frá því að tveir Palestínumenn drápu sjö og særðu fleiri í léttlest í Tel Aviv í október í fyrra. Hamas lýsti yfir ábyrgð á því fjöldamorði. Fréttin hefur verið uppfærð, meðal annars með tölu látinna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Þau látnu eru sagðir þrír karlmenn á fertugsaldri auk karls og konur á sextugsaldri, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. AP-fréttastofan segir tólf særða. Ísraelskur hermaður og vegfarandi eru sagðir hafa skotið á byssumennina og fellt þá. Árásin átti sér stað við fjölfarin gatnamót við norðanverðan inngang Jerúsalem. Gatan liggur að landtökubyggðum gyðinga í Austur-Jerúsalem. Lögreglan segir að byssumennirnir hafi skotið á fólk sem beið eftir strætisvagni en ísraelskir fjölmiðlar halda því fram að mennirnir hafi einnig farið um borð í strætisvagn og skotið á farþegar í honum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fór á vettvang um tveimur tímum eftir að árásin var gerð. Hann sagði Ísraela há stríð á nokkrum vígstöðvum, þar á meðal á Gasa, Vesturbakkanum og í Ísrael. Netanjahú átti að vera í dómsal þar sem spillingarmál á hendur honum er til meðferðar en því var frestað vegna árásarinnar. Þá lofaði forsætisráðherrann sérstaklega hermanninn sem tók þátt í að stöðva byssumennina. Hann væri úr nýrri herdeild fyrir strangtrúaða gyðinga. Hamas-samtökin gengust ekki beint við ábyrgð á árásinni en sögðu hana „náttúruleg viðbrögð við glæpum hernámsins gegn þjóð okkar“. Árásin í dag er sú mannskæðasta í Ísrael frá því að tveir Palestínumenn drápu sjö og særðu fleiri í léttlest í Tel Aviv í október í fyrra. Hamas lýsti yfir ábyrgð á því fjöldamorði. Fréttin hefur verið uppfærð, meðal annars með tölu látinna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira