„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 20:39 Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett/Vilhelm Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. „Það er auðvitað bara mikið tilhlökkunarefni þegar þingið verður sett á þriðjudaginn og þetta er alltaf svolítið hátíðarlegt. Ég held að allir þingmenn séu meðvitaðir um að þetta er mikil ábyrgðarstaða en þetta er líka svakalega skemmtilegur vinnustaður,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem var auk Ólafs Adolfssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Stóru málin verða nú væntanlega að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég held að það verði lykilatriði og við hefðum viljað sjá betri gang í því. Það er verið að boða nýja atvinnustefnu hér og það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað rétt að efnahagsmálin eru alltaf risastórt viðfangsefni niðri á þingi,“ tekur Sigmar undir. „Nú eru að koma fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar fram og ég reikna með að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fari mikið í þau. Það eru ákveðin vonbrigði uppi með það að vaxtalækkunarferlið hafi ekki haldið áfram þannig að það mun sjá að einhverju leyti í vinnunni fram undan reikna ég með. Þetta er alltaf verkefni í stjórnmálunum.“ Þinglokin hafi verið vonbrigði Sigmar og Ólafur ræddu einnig þinglokin nú í sumar sem einkenndust af umræðunni um veiðigjöldin sem sló öll met vegna lengdar hennar. Ég hef reynt að hugsa þetta svolítið í sumar og við vorum þarna langt inn í júlí og lengi að semja um þinglokin. Það gekk mikið á í þinginu, mjög mikið. Ég hallast að því að þarna hafi verið ákveðnar kjöraðstæður fyrir svona,“ segir Sigmar. „Ný ríkisstjórn mætir með sín mál inn á þingið fyrr en í febrúar. Það eru hrein valdaskipti þar að baki, þar eru flokkar í stjórnarandstöðu sem hafa ekki verið lengi í stjórnarandstöðu, og það eru flokkar komnir í stjórn sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu í talsvert langan tíma. Þetta var ekki langur tími sem við höfðum, þarna var mál eins og veiðigjöldin sem bjó til svona gjá algjörlega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo spilaðist svona eins og þetta spilaðist. Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði.“ Ólafur tekur undir orð Sigmars um að þinglokin hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ég vil líka segja að orðræðan eins og hún var orðin á þinginu, hún var okkur ekki til sóma. Ég varð fyrir vonbrigðum, það féllu þung orð og maður var auðvitað ekki sáttur. Það að þessu kjarnorkuákvæði skyldi beitt það held ég að hafi komið flatt upp á okkur, að því yrði beitt í skattahækkunarmáli og það voru mikil vonbrigði með þinglokin,“ segir hann. „Svo varðandi okkur sem erum í minnihluta, það sem blasir við okkur er að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu og standa okkar plikt í því að veita ríkisstjórninni aðhald og leiða hana á rétta braut ef hún villist af vegi.“ Liggi ekki fyrir hvenær Evrópusambandið verði tekið fyrir Einnig bar á góma kosningar um að halda áfram að vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að kalla eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki síðar en árið 2027. „Það er ekki búið að ákveða hvenær það komi inn í þingið. Það er stundum sagt að það vanti umræðu inn í þingið um Evrópusambandið. Mér finnst við alltaf vera að ræða það í öllum mögulegum málum og ómögulegum,“ segir Sigmar og svarar Ólafur að Evrópusambandið verði án efa rætt áfram í þaula. „Það má nefna að auðvitað geta Evrópusambandsmálin orðið ríkisstjórninni erfið. Það er einn flokkur í ríkisstjórninni sem er alfarið gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það gæti verið veikleiki hjá ríkisstjórninni, sérstaklega ef að menn ætla að fara flýta þessum kosningum,“ segir Ólafur. Sigmar ítrekar að setja eigi ákvörðunina í hendur þjóðarinnar og stjórnarflokkarnir séu sammála um það. „Það kæmi mér svolítið á óvart ef að jafnvel þeir sem eru á móti aðild ætla að berjast eitthvað rosalega hart gegn því. Þetta mál er búið að vera í svolítilli stíflu í samfélaginu ansi lengi og mér finnst þetta vera góð og sniðug leið til að þjóðin ákveði framhaldið. Við erum alltaf að tala svolítið yfir þjóðina þegar við erum að tala í þessum málum og svo þekkjum við auðvitað úr okkar nágrannalöndum að þessar kosningar geta farið á alla vegu. Það eru ekkert allar þjóðir sem samþykkja að fara þar inn, Norðmenn eru nærtækt dæmi,“ segir Sigmar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Evrópusambandið Breytingar á veiðigjöldum Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Það er auðvitað bara mikið tilhlökkunarefni þegar þingið verður sett á þriðjudaginn og þetta er alltaf svolítið hátíðarlegt. Ég held að allir þingmenn séu meðvitaðir um að þetta er mikil ábyrgðarstaða en þetta er líka svakalega skemmtilegur vinnustaður,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem var auk Ólafs Adolfssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Stóru málin verða nú væntanlega að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég held að það verði lykilatriði og við hefðum viljað sjá betri gang í því. Það er verið að boða nýja atvinnustefnu hér og það verður áhugavert að sjá hvernig það fer,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað rétt að efnahagsmálin eru alltaf risastórt viðfangsefni niðri á þingi,“ tekur Sigmar undir. „Nú eru að koma fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar fram og ég reikna með að fyrstu vikurnar og mánuðirnir fari mikið í þau. Það eru ákveðin vonbrigði uppi með það að vaxtalækkunarferlið hafi ekki haldið áfram þannig að það mun sjá að einhverju leyti í vinnunni fram undan reikna ég með. Þetta er alltaf verkefni í stjórnmálunum.“ Þinglokin hafi verið vonbrigði Sigmar og Ólafur ræddu einnig þinglokin nú í sumar sem einkenndust af umræðunni um veiðigjöldin sem sló öll met vegna lengdar hennar. Ég hef reynt að hugsa þetta svolítið í sumar og við vorum þarna langt inn í júlí og lengi að semja um þinglokin. Það gekk mikið á í þinginu, mjög mikið. Ég hallast að því að þarna hafi verið ákveðnar kjöraðstæður fyrir svona,“ segir Sigmar. „Ný ríkisstjórn mætir með sín mál inn á þingið fyrr en í febrúar. Það eru hrein valdaskipti þar að baki, þar eru flokkar í stjórnarandstöðu sem hafa ekki verið lengi í stjórnarandstöðu, og það eru flokkar komnir í stjórn sem eru búnir að vera í stjórnarandstöðu í talsvert langan tíma. Þetta var ekki langur tími sem við höfðum, þarna var mál eins og veiðigjöldin sem bjó til svona gjá algjörlega á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Svo spilaðist svona eins og þetta spilaðist. Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði.“ Ólafur tekur undir orð Sigmars um að þinglokin hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ég vil líka segja að orðræðan eins og hún var orðin á þinginu, hún var okkur ekki til sóma. Ég varð fyrir vonbrigðum, það féllu þung orð og maður var auðvitað ekki sáttur. Það að þessu kjarnorkuákvæði skyldi beitt það held ég að hafi komið flatt upp á okkur, að því yrði beitt í skattahækkunarmáli og það voru mikil vonbrigði með þinglokin,“ segir hann. „Svo varðandi okkur sem erum í minnihluta, það sem blasir við okkur er að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu og standa okkar plikt í því að veita ríkisstjórninni aðhald og leiða hana á rétta braut ef hún villist af vegi.“ Liggi ekki fyrir hvenær Evrópusambandið verði tekið fyrir Einnig bar á góma kosningar um að halda áfram að vinna að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að kalla eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki síðar en árið 2027. „Það er ekki búið að ákveða hvenær það komi inn í þingið. Það er stundum sagt að það vanti umræðu inn í þingið um Evrópusambandið. Mér finnst við alltaf vera að ræða það í öllum mögulegum málum og ómögulegum,“ segir Sigmar og svarar Ólafur að Evrópusambandið verði án efa rætt áfram í þaula. „Það má nefna að auðvitað geta Evrópusambandsmálin orðið ríkisstjórninni erfið. Það er einn flokkur í ríkisstjórninni sem er alfarið gegn því að Ísland gangi í Evrópusambandið. En það gæti verið veikleiki hjá ríkisstjórninni, sérstaklega ef að menn ætla að fara flýta þessum kosningum,“ segir Ólafur. Sigmar ítrekar að setja eigi ákvörðunina í hendur þjóðarinnar og stjórnarflokkarnir séu sammála um það. „Það kæmi mér svolítið á óvart ef að jafnvel þeir sem eru á móti aðild ætla að berjast eitthvað rosalega hart gegn því. Þetta mál er búið að vera í svolítilli stíflu í samfélaginu ansi lengi og mér finnst þetta vera góð og sniðug leið til að þjóðin ákveði framhaldið. Við erum alltaf að tala svolítið yfir þjóðina þegar við erum að tala í þessum málum og svo þekkjum við auðvitað úr okkar nágrannalöndum að þessar kosningar geta farið á alla vegu. Það eru ekkert allar þjóðir sem samþykkja að fara þar inn, Norðmenn eru nærtækt dæmi,“ segir Sigmar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Evrópusambandið Breytingar á veiðigjöldum Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira