Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 21:17 Guardiola ræðir við Donnarumma í janúar á þessu ári. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Það var ekki fyrr en löngu eftir að félagaskiptaglugganum var formlega lokað sem fréttir bárust að skipti þeirra Ederson og Gianluigi Donnarumma hefðu farið í gegn. Segja má að um sé að ræða markvarðaskipti sem marki þáttaskil í ferli Pep Guardiola, þjálfara Manhester City. Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira