Fækka eftirlitsaðilum verulega Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 16:42 Ráðherrarnir ætla að einfalda regluverk. Vísir/Bjarni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verði ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verði eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. „Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir. Breytingin er jafnframt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og samræmingu eftirlits og stjórnsýslu í þágu vaxtar og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Fækka ekki störfum Ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti yrði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu yrði samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Útgáfa starfsleyfa yrði miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana. Fram hafi komið í máli ráðherranna að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar væri að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefði verið bent á að núverandi fyrirkomulag væri flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið væri á tíðum óljóst, oft væri ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hefði fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga væri þörf. „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi,“ er haft eftir Hönnu Katrínu. Víðtækst samráð Í tilkynningunni segir að áform ráðherranna byggi meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður hafi verið fulltrúum ráðuneytanna,Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá hafi áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig setið fundi hópsins og tekið virkan þátt í rýni. Haldnir hafi verið samráðsfundir með sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitssvæðum og fyrirtækjum þar sem málefnalegar umræður hafi átt sér stað um helstu áskoranir. Einnig hafi borist margar gagnlegar ábendingar, meðal annars í gegnum samráðsgátt stjórnvalda, sem unnið hafi verið úr við gerð skýrslu stýrihópsins. Langur aðdragandi Málið eigi sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hafi verið til skoðunar í meira en áratug. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varði skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Áformaðar breytingar séu skýrt svar við fyrrgreindum ábendingum. Fyrirhuguð útfærsla sé raunhæf, uppfylli lagakröfur og markmið um skilvirkt, óhlutdrægt og samræmt opinbert eftirlit. Áformaskjal verði lagt fram í samráðsgátt nú í vikunni og drög að frumvarpi í október næstkomandi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni síðan leggja fram frumvarp á Alþingi í nóvember næstkomandi. Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verði ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verði eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu. „Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir. Breytingin er jafnframt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og samræmingu eftirlits og stjórnsýslu í þágu vaxtar og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Fækka ekki störfum Ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti yrði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu yrði samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Útgáfa starfsleyfa yrði miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana. Fram hafi komið í máli ráðherranna að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar væri að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefði verið bent á að núverandi fyrirkomulag væri flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið væri á tíðum óljóst, oft væri ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hefði fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga væri þörf. „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi,“ er haft eftir Hönnu Katrínu. Víðtækst samráð Í tilkynningunni segir að áform ráðherranna byggi meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður hafi verið fulltrúum ráðuneytanna,Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá hafi áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig setið fundi hópsins og tekið virkan þátt í rýni. Haldnir hafi verið samráðsfundir með sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitssvæðum og fyrirtækjum þar sem málefnalegar umræður hafi átt sér stað um helstu áskoranir. Einnig hafi borist margar gagnlegar ábendingar, meðal annars í gegnum samráðsgátt stjórnvalda, sem unnið hafi verið úr við gerð skýrslu stýrihópsins. Langur aðdragandi Málið eigi sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hafi verið til skoðunar í meira en áratug. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varði skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits. Áformaðar breytingar séu skýrt svar við fyrrgreindum ábendingum. Fyrirhuguð útfærsla sé raunhæf, uppfylli lagakröfur og markmið um skilvirkt, óhlutdrægt og samræmt opinbert eftirlit. Áformaskjal verði lagt fram í samráðsgátt nú í vikunni og drög að frumvarpi í október næstkomandi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni síðan leggja fram frumvarp á Alþingi í nóvember næstkomandi.
Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent