Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 10:19 September gæti orðið erfiður fyrir bandaríska þingmenn. AP/Rahmat Gul Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lengi verið ósáttir við halla á rekstri ríkisins og eru þreyttir á því að semja fjárlög til skamms tíma. Demókratar eru reiðir í Repúblikana, eftir umdeildar aðgerðir þeirra og Donalds Trump, forseta, sem hafa oft grafið undan þinginu sjálfu. Demókratar eru sérstaklega reiðir yfir því að Donald Trump lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði ekki verja milljörðum dala í þróunaraðstoð og önnur verkefni sem þingið hafði samþykkt að verja. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt Washington Post eru leiðtogar þingsins flestir þeirrar skoðunar að þeir munu þurfa að‘ semja ný skammtímafjárlög. Hvernig þau ættu að líta út þykir engum þó ljóst enn sem komið er. Slík fjárlög myndu einnig gera Trump auðveldara að verja fjármunum eftir eigin hentisemi. Sér tækifæri fyrir Demókrata Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sendi í morgun út yfirlýsingu þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi mánuð. Hann sagði ljóst að Trump væri að gera líf almennings í Bandaríkjunum erfiðara með hækkandi verði og efnahagslegri óvissu. Þar sagði hann einnig að eina leiðin til að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins um næstu mánaðarmót væri að flokkarnir ynnu saman að því að semja ný fjárlög. Repúblikanar væru þó þegar byrjaðir að sýna að þeir hefðu lítinn áhuga á því. Þeir ætluðu að leggja áherslu á óreiðu. Schumer sagði einnig að Demókratar hefðu sýnt að þeir væru tilbúnir til að vinna með Repúblikönum en það væri erfitt á meðan Trump væri sífellt að taka sér völd sem ættu að vera í höndum þingsins. Repúblikanar þyrftu að átta sig á því að þeir þyrftu að standa í lappirnar gegn þessum einræðistilburðum. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.EPA/JIM LO SCALZO „Næsti mánuður mun gefa okkur tækifæri til að sýna skýran mun á stefnumálum okkar annars vegar og óreiðunni og öfgunum hins vegar,“ sagði Schumer. Hann sagðist hafa rætt við Hakeem Jeffries, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, og þeir hefðu stillt saman strengi sína. Þá kvatti hann Demókrata til að vera í virkum samskiptum við kjósendur í kjördæmum þeirra og ítreka fyrir þeim þann skaða sem Repúblikanar væru að valda. Epstein-málið þyrnir í augum Johnsons Leiðtogar Repúblikanaflokksins munu þurfa að eiga í viðræðum við bæði Demókrata og eigin þingmenn. Þeir stefna einnig að því að halda atkvæðagreiðslu um það hvort krefja eigi dómsmálaráðuneytið til að afhenda skjöl sem tengjast Jeffrey Epstein og máli hans. Málið hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Í stað þess að halda slíka atkvæðagreiðslu í júlí seni Mike Johnson, forseti þingsins, þingmenn snemma í frí. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.EPA/JIM LO SCALZO Þingmenn Repúblikanaflokksinsí stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar hafa þegar stefnt dánarbúi Epsteins og krafist gagna þaðan. Sjá einnig: Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Þar að auki eru Repúblikanar í öldungadeildinni að íhuga að breyta þingreglum svo þeir geti staðfest tilnefningar Trumps til fjölmargra embætti hraðar en þeir hafa getað gert hingað til. Demókratar hafa beitt þeim brögðum sem núverandi reglur bjóða upp á til að hægja á ferlinu. Önnur verkefni sem Repúblikanar standa frammi fyrir í september gætu einnig reynst þeim erfið. Má þar nefna framlengingu á yfirtöku Trumps á löggæslu í Washington DC, áköll innan flokksins um að setja reglur gegn því að þingmenn sýsli með hlutabréf og fleira. Einn ráðgjafi sem vinnur með Repúblikönum sagði í samtali við Wall Street Journal að þegar kæmi að fjárlögum væri líklegra en ekki að september endaði með stöðvun ríkisrekstursins. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lengi verið ósáttir við halla á rekstri ríkisins og eru þreyttir á því að semja fjárlög til skamms tíma. Demókratar eru reiðir í Repúblikana, eftir umdeildar aðgerðir þeirra og Donalds Trump, forseta, sem hafa oft grafið undan þinginu sjálfu. Demókratar eru sérstaklega reiðir yfir því að Donald Trump lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði ekki verja milljörðum dala í þróunaraðstoð og önnur verkefni sem þingið hafði samþykkt að verja. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt Washington Post eru leiðtogar þingsins flestir þeirrar skoðunar að þeir munu þurfa að‘ semja ný skammtímafjárlög. Hvernig þau ættu að líta út þykir engum þó ljóst enn sem komið er. Slík fjárlög myndu einnig gera Trump auðveldara að verja fjármunum eftir eigin hentisemi. Sér tækifæri fyrir Demókrata Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sendi í morgun út yfirlýsingu þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi mánuð. Hann sagði ljóst að Trump væri að gera líf almennings í Bandaríkjunum erfiðara með hækkandi verði og efnahagslegri óvissu. Þar sagði hann einnig að eina leiðin til að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins um næstu mánaðarmót væri að flokkarnir ynnu saman að því að semja ný fjárlög. Repúblikanar væru þó þegar byrjaðir að sýna að þeir hefðu lítinn áhuga á því. Þeir ætluðu að leggja áherslu á óreiðu. Schumer sagði einnig að Demókratar hefðu sýnt að þeir væru tilbúnir til að vinna með Repúblikönum en það væri erfitt á meðan Trump væri sífellt að taka sér völd sem ættu að vera í höndum þingsins. Repúblikanar þyrftu að átta sig á því að þeir þyrftu að standa í lappirnar gegn þessum einræðistilburðum. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.EPA/JIM LO SCALZO „Næsti mánuður mun gefa okkur tækifæri til að sýna skýran mun á stefnumálum okkar annars vegar og óreiðunni og öfgunum hins vegar,“ sagði Schumer. Hann sagðist hafa rætt við Hakeem Jeffries, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, og þeir hefðu stillt saman strengi sína. Þá kvatti hann Demókrata til að vera í virkum samskiptum við kjósendur í kjördæmum þeirra og ítreka fyrir þeim þann skaða sem Repúblikanar væru að valda. Epstein-málið þyrnir í augum Johnsons Leiðtogar Repúblikanaflokksins munu þurfa að eiga í viðræðum við bæði Demókrata og eigin þingmenn. Þeir stefna einnig að því að halda atkvæðagreiðslu um það hvort krefja eigi dómsmálaráðuneytið til að afhenda skjöl sem tengjast Jeffrey Epstein og máli hans. Málið hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Í stað þess að halda slíka atkvæðagreiðslu í júlí seni Mike Johnson, forseti þingsins, þingmenn snemma í frí. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.EPA/JIM LO SCALZO Þingmenn Repúblikanaflokksinsí stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar hafa þegar stefnt dánarbúi Epsteins og krafist gagna þaðan. Sjá einnig: Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Þar að auki eru Repúblikanar í öldungadeildinni að íhuga að breyta þingreglum svo þeir geti staðfest tilnefningar Trumps til fjölmargra embætti hraðar en þeir hafa getað gert hingað til. Demókratar hafa beitt þeim brögðum sem núverandi reglur bjóða upp á til að hægja á ferlinu. Önnur verkefni sem Repúblikanar standa frammi fyrir í september gætu einnig reynst þeim erfið. Má þar nefna framlengingu á yfirtöku Trumps á löggæslu í Washington DC, áköll innan flokksins um að setja reglur gegn því að þingmenn sýsli með hlutabréf og fleira. Einn ráðgjafi sem vinnur með Repúblikönum sagði í samtali við Wall Street Journal að þegar kæmi að fjárlögum væri líklegra en ekki að september endaði með stöðvun ríkisrekstursins.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira