Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 23:41 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. Vísir Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. „Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur. Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
„Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur.
Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira