Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 23:41 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. Vísir Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. „Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur. Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
„Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur.
Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira