Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 13:58 Vinstri græn mælast enn utan þings. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna. Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna.
Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira