Innlent

Tókst ekki að flýja lög­reglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eitur­lyf

Agnar Már Másson skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í dag.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í dag. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla hafði í dag afskipti af manni sem var að munda hnífa í miðborginni. Honum tókst ekki að flýja lögregluna.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um mann í miðborginni að munda þrjá hnífa sem hann hafði meðferðis. Þegar lögregla koma á vettvang hafi hann orðið flóttalegur og reynt að komast undan, en án árangurs. 

Hann reyndist vissulega vera með hnífana þrjá í fórum sínum og einnig „meint fíkniefni“ að því er lögreglan ritar. Þessi hafi verið afgreidd með vettvangsformum.

Auk þessa er greint frá tveimur öðrum málum á stöð eitt, sem sinnir málum í vesturborg og á Seltjarnarnesi.

Þar er einnig greint frá ketti sem festist inni í Teslubifreið, sem greint var frá fyrr í kvöld.

Einnig þurfti lögreglan að ræða við starfsmenn á vinnusvæði sem voru byrjaðir að vinna fyrir klukkan tíu í morgun með tilheyrandi hávaða. Þeir hafi lofað að hætta og byrja á tilsettum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×