Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2025 12:00 Elín Guðfinna saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst frá vinnuveitanda sínum eftir fjörutíu ár í starfi. Vísir Kennari til fjörutíu ára hjá skólum Reykjavíkurborgar segir sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju frá borginni fyrir unnin störf. Hún vonast til þess að borgin taki það upp hjá sér að þakka starfsfólki fyrir við þessi tímamót. Elín Guðfinna Thorarensen hefur kennt í grunnskóla síðan árið 2000 og í tæp tuttugu ár í Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík. Nú þegar grunnskólabörn streyma í skólann að hausti ber svo við að Elín mætir ekki. Hún er komin á eftirlaun. „Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu,“ segir Elín í skoðunarpistli á Vísi. Þakklæti, eftirvænting og eftirsjá „Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar.“ Það séu líka tímamót þegar starfsævinni ljúki vegna aldurs og þá líti fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. „Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með.“ Hefði verið eftirminnileg minning Hún er þakklát fyrir tæp tuttugu ár í Ölduselsskóla með frábæru fólki og góðum yfirmönnum. „Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert.“ Elín Guðfinna staldrar við vinnuveitanda sinn, Reykjavíkurborg. „Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun.“ Borgarstjóri brást strax við Þessi frétt hafði verið í loftinu í 29 mínútur þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafði brugðist við henni. Það gerði hún með því að taka undir með Elínu Guðfinnu á Facebook og heita því að ganga í málið. „Hjartanlega sammála því að við eigum að þakka starfsfólki sem lætur af störfum hjá borginni með viðeigandi hætti. Læt skoða þetta strax og þakka fyrir ábendinguna,“ sagði borgarstjóri. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunnskólar Skóla- og menntamál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Elín Guðfinna Thorarensen hefur kennt í grunnskóla síðan árið 2000 og í tæp tuttugu ár í Ölduselsskóla í Breiðholti í Reykjavík. Nú þegar grunnskólabörn streyma í skólann að hausti ber svo við að Elín mætir ekki. Hún er komin á eftirlaun. „Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu,“ segir Elín í skoðunarpistli á Vísi. Þakklæti, eftirvænting og eftirsjá „Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar.“ Það séu líka tímamót þegar starfsævinni ljúki vegna aldurs og þá líti fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. „Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með.“ Hefði verið eftirminnileg minning Hún er þakklát fyrir tæp tuttugu ár í Ölduselsskóla með frábæru fólki og góðum yfirmönnum. „Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert.“ Elín Guðfinna staldrar við vinnuveitanda sinn, Reykjavíkurborg. „Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun.“ Borgarstjóri brást strax við Þessi frétt hafði verið í loftinu í 29 mínútur þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafði brugðist við henni. Það gerði hún með því að taka undir með Elínu Guðfinnu á Facebook og heita því að ganga í málið. „Hjartanlega sammála því að við eigum að þakka starfsfólki sem lætur af störfum hjá borginni með viðeigandi hætti. Læt skoða þetta strax og þakka fyrir ábendinguna,“ sagði borgarstjóri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira