Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar 29. ágúst 2025 12:00 Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar