Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar 29. ágúst 2025 12:00 Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun