29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 21:20 Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. vísir/vilhelm Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“ Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira