Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 13:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“ Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent