„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. ágúst 2025 12:48 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepp segir 63 vera á kjörskrá. Ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu í hreppnum. Aðsend Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent