Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:18 Haldinn verður íbúafundur í Borgarnesi þann 27. ágúst um sameininguna. Vísir/Vilhelm Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00
Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59