Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 10:33 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins, Pírata og Vinstri grænna er samkvæmt þessum tölum með 46,8 prósent fylgisins og því ekki með meirihluta þess. Í júní, í síðustu mælingu Maskínu, var Samfylkingin stærst með 29,4 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn stærstur samkvæmt könnun Maskínu og er með 29,2 prósenta fylgi. Samfylkingin missir á sama tíma fylgi og mælist nú með 25 prósenta fylgi. Viðreisn bætir við sig um tveimur prósentum og er núna í 14,4 prósenta fylgi og Píratar bæta einnig við sig og fara úr 5,8 prósent í júní í 7,4 prósent. Fylgi flokka í borginni. Á myndinni má sjá síðustu fjórar mælingar Maskínu. Maskína Sósíalistaflokkurinn missir um prósentustig miðað við það sem var í júní og mælist nú aðeins með 5,2 prósenta fylgi og Vinstri græn missa sömuleiðis fylgi og mælast nú með 4,6 prósenta fylgi en voru með 5,7 í júní. Fylgi Framsóknar er enn lágt og er í 3,3 prósentum. Miðflokkurinn mælist með sex prósenta fylgi í Reykjavík og Flokkur fólksins með 4,6 prósent. Fylgi þeirra hefur verið nokkuð stöðugt í síðustu könnunin. Fylgið á hreyfinu Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefur verið á nokkurri hreyfingu síðasta árið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði hámarki í apríl á þessu ári þegar það mældist hjá Maskínu 31,8 prósent en Samfylkingarinnar náði hámarki í júní þegar það var 29,4 prósent. Flokkarnir virðast svo alveg hafa skipt um sæti í nýjustu könnunni. Þróun frá síðustu kosningum í könnun Maskínu. Maskína Ef litið er til aldurs, kyns og búsetu má sjá að nokkuð fleiri karlar sjá fyrir sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en konur og að fylgi flokksins er mest hjá þeim sem eru á sextugsaldri. Þá má einnig sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir töluvert meira af sínu fylgi til kjósenda sem búa austan Elliðaár og eru í hæsta tekjuflokki með 1,6 milljón eða meira í laun. Fylgi Samfylkingar er nokkuð svipað sama hvert er litið en þó mest hjá þeim sem eru 60 ára og eldri og töluvert meira í vesturhluta borgarinnar en austurhluta hennar.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira