Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:03 Lukas Kwasniok fagnar sigurmarki Kölnarliðsins í blálokin á leik liðsns í fyrstu umferð þýsku deildarinnar. Getty/Alex Grimm Knattspyrnustjóri Kölnar fer aðeins aðrar leiðir í klæðaburði á hliðarlínunni í þýsku Bundesligunni. Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn í nýtt félag í þýska boltanum og þar spilar hann fyrir pólska knattspyrnustjórann Lukas Kwasniok hjá Köln. Kölnarmenn hafa byrjað tímabilið vel, komust áfram í bikarnum þökk sé sigurmarki Ísaks og unnu dramatískan 1-0 sigur í fyrstu umferðinni um helgina Hinn 44 ára gamli Kwasniok er nýr hjá Kölnarliðinu alveg eins og Ísak Bergmann. Kwasniok var áður knattspyrnustjóri Paderborn í fjögur ár en var ráðinn hjá Köln í sumar. Hann stýrði Paderborn í þýsku b-deildinni í fyrra og vissi því alveg hvað bjó í Ísaki Bergmann var að gera flotta hluti hjá Fortuna Düsseldorf. Klæðaburður Kwasniok í sigrinum á Mainz um helgina vakti athygli. Kappinn mætti í gallabuxum og svo í keppnistreyju Kölnar. Liðið lék í útivallarbúningum sínum en hann var sjálfur í heimabúningnum á hliðarlínunni. Kwasniok var spurður út í treyjuna. „Ég sá kynninguna á treyjunni og fékk bara gæsahúð. Eftir það var ég búinn að ákveða mig og ef ég mætti þá myndi ég fara í hana. Ég vildi sýna félaginu að ég gef mig allan í þetta verkefni. Ég mun líka klæðast þessari treyju með stolti,“ sagði Lukas Kwasniok. „Það spillti ekki fyrir að með því að vera með rauðar og hvítar rendur á treyjunni þinni þá lítur þú fyrir að vera grennri. Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu eftir leik þá gekk það ekki alveg upp hjá mér,“ sagði Kwasniok léttur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Þýski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn í nýtt félag í þýska boltanum og þar spilar hann fyrir pólska knattspyrnustjórann Lukas Kwasniok hjá Köln. Kölnarmenn hafa byrjað tímabilið vel, komust áfram í bikarnum þökk sé sigurmarki Ísaks og unnu dramatískan 1-0 sigur í fyrstu umferðinni um helgina Hinn 44 ára gamli Kwasniok er nýr hjá Kölnarliðinu alveg eins og Ísak Bergmann. Kwasniok var áður knattspyrnustjóri Paderborn í fjögur ár en var ráðinn hjá Köln í sumar. Hann stýrði Paderborn í þýsku b-deildinni í fyrra og vissi því alveg hvað bjó í Ísaki Bergmann var að gera flotta hluti hjá Fortuna Düsseldorf. Klæðaburður Kwasniok í sigrinum á Mainz um helgina vakti athygli. Kappinn mætti í gallabuxum og svo í keppnistreyju Kölnar. Liðið lék í útivallarbúningum sínum en hann var sjálfur í heimabúningnum á hliðarlínunni. Kwasniok var spurður út í treyjuna. „Ég sá kynninguna á treyjunni og fékk bara gæsahúð. Eftir það var ég búinn að ákveða mig og ef ég mætti þá myndi ég fara í hana. Ég vildi sýna félaginu að ég gef mig allan í þetta verkefni. Ég mun líka klæðast þessari treyju með stolti,“ sagði Lukas Kwasniok. „Það spillti ekki fyrir að með því að vera með rauðar og hvítar rendur á treyjunni þinni þá lítur þú fyrir að vera grennri. Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu eftir leik þá gekk það ekki alveg upp hjá mér,“ sagði Kwasniok léttur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Þýski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira