Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 24. ágúst 2025 16:07 Magnús vonar að einhver hafi séð þegar kofinn var fluttur burt og hafi samband. Aðsend Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. „Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband. Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Ég keypti þetta hús af sveitarfélaginu Bláskógabyggð í góðri trú nú um mánaðamótin síðustu. Gamalt klósethús af hjólhýsasvæðinu. Nú þegar ég ætlaði að sækja það var það horfið með manni og mús. Ekki kannast einhver við að hafa séð það a ferðinni?“ Svona hljóðar auglýsing sem Magnús Bjarki setti inn á Facebook-hópinn Brask og brall síðdegis í dag. Í samtali við fréttastofu segir hann það verulegt svekkelsi að einhver hafi tekið kofann sem er um tíu til fimmtán fermetrar að stærð. Kofann ætlaði Magnús að nota sem viðbyggingu við sumarhús. Aðsend Kofinn var staðsettur á gömlu hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem var lokað vegna öryggismála sem ekki voru talin nægjanleg. Hjólhýsabyggðin hafði þá verið á svæðinu í um fimmtíu ár. Ákvörðunin var verulega umdeild. Hann segist ekki ætla að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu strax því hann vonist til þess að um einhvern misskilning sé að ræða. „Ég var að preppa undirstöður og ætlaði að flytja hann í vikunni. En núna er ég bara að leita að honum og reyna að finna hann,“ segir Magnús Bjarki. Sá kofann á sínum stað í síðustu viku Sjálfur sá hann kofann á sínum stað í síðustu viku. Hann hefur þegar haft samband við sveitarfélagið sem kannaðist ekki við að hafa fjarlægt kofann. Hann segir það þekkt að fólk taki hluti af svæðinu en sveitarfélagið vinni að því að hreinsa það. Kofinn var á gamla hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Aðsend „Við ætluðum að nota þetta sem auka gistiaðstöðu. Bara gera þetta næs. Við sáum tækifæri í þessu, en nú er það bara horfið. Þetta eru mikil vonbrigði og svekkelsi. Það situr sárt í manni að ætla að gera eitthvað næs og plana eitthvað en svo eru bara hlutirnir horfnir.“ Viti einhver eitthvað um kofann biður Magnús fólk um að það hafi samband við hann í gegnum Facebook eða síma. Hann á von á því að einhver hafi séð fólk flytja hann og biður þau sem eitthvað vita að hafa samband.
Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06 „Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36 Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. 14. júlí 2022 16:06
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22. júlí 2022 22:36
Ekki af baki dottin þótt meirihlutinn hafi rifið upp ræturnar Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir. 31. ágúst 2022 09:00