Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 13:03 Erling Haaland er oft góður kostur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Michael Regan Bukayo Saka gæti verið orðinn að ansi lélegum kosti í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar en er þó einn þeirra sem helst koma til greina til að fá fyrirliðabandið í dag hjá spilurum leiksins. Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“ Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira