Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 13:03 Erling Haaland er oft góður kostur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Michael Regan Bukayo Saka gæti verið orðinn að ansi lélegum kosti í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar en er þó einn þeirra sem helst koma til greina til að fá fyrirliðabandið í dag hjá spilurum leiksins. Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“ Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira