„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 10:02 Alexander Isak fagnaði sigri í deildabikarnum með Newcastle á síðustu leiktíð. EPA/ADAM VAUGHAN Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“ Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira