Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 09:33 Jakub Jankto skoraði fjögur mörk í 45 A-landsleikjum fyrir Tékkland. Getty/James Williamson Jakub Jankto, sem fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn í fótbolta til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023. Fótbolti Hinsegin Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023.
Fótbolti Hinsegin Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira