Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2025 14:45 Sigurjón Rúnarsson og Una Rós Unnarsdóttir, leikmenn Fram. Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. „Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira