Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2025 13:25 Kristján Ingi segir rannsóknina á mjög viðkvæmu stigi. Vísir/Einar Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira