Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2025 07:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira