Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2025 07:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira
Glæstur 3-0 sigur Víkinga hér heima í fyrri leik liðanna setur þá í góða stöðu en þeir geta ekki leyft sér að mæta rólegir í leik kvöldsins þar sem sæti í næstu umferð er í boði keppninnar er í boði. „Ég er bara mjög spenntur fyrir seinni leiknum, þetta verður hörku leikur og vissulega náðum við í gott veganesti með frammistöðunni og úrslitunum í fyrri leiknum,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. „Maður bjóst kannski alveg við þessum tölum komandi inn í seinni leikinn en við unnum svo sannarlega fyrir því með frábærri frammistöðu. „Þetta einvígi er langt frá því að vera búið, við gerum okkur alveg grein fyrir því. Bröndby er hörku öflugt lið og eru að fara spila á sínum heimavelli með stuðningi sinna manna.“ Víkingar geti ekki komið inn í leikinn, fallið til baka og múrað fyrir markið. „Reynt að verja eitthvað forskot í níutíu mínútur, það mun bara koma okkur í verri stöðu. Við þurfum að vera djarfir í að spila okkar bolta, halda í hann og reyna særa þá þegar þeir eru búnir að setja mikla pressu og koma hátt upp á okkur.“ „Vonandi hegða þeir sér betur núna“ Það varð uppi fótur og fit eftir fyrri leik liðanna þar sem að svekktir stuðningsmenn Bröndby gengu berserksgangi, ollu tjóni á heimavelli Víkinga og réðust á stuðningsmenn Víkings. Evrópska knattspyrnusambandið hefur þar af leiðandi sett seinni leikinn á hæsta öryggisstig. Sölvi og hans menn halda sér frá öllum þessum málum. „Þetta er í raun ekkert sem við hugsum út í eða komum nálægt. Þetta er ekki í okkar höndum og eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því sem við ætlum að gera inn á vellinum. Allt annað kemur ekki nálægt okkur þannig séð. Sem betur fer erum við með gott fólk sem sinnir þessum hluta. En vissulega er þetta leiðinlegt og á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki, svona hegðun en vonandi hegða þeir sér betur núna og verða með góða stemningu og styðja við bakið á sínum mönnum.“ Sölvi lék á sínum tíma með erkifjendum Bröndby í FC Kaupmannahöfn og varð í tvígang danskur meistari, mikill rígur er á milli félaganna og á Sölvi allt eins von á því að það verði baulað á hann á morgun. „Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu láta í sér heyra. Við spáum bara í okkar leik, hvernig við nálgumst hann og viljum spila.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira