Bale af golfvellinum og á skjáinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2025 23:30 Kann vel við sig á vellinum þó hann sé ekki að spila sjálfur. Michael Regan/Getty Images Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna og snúið sér nær alfarið að golfi hefur Gareth Bale ákveðið að halda sér í sviðsljósinu með því að semja við TNT Sports. Mun hann vera hluti af teymi fjölmiðilsins í kringum ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu. Hinn 26 ára gamli Bale gerði garðinn frægan hjá Tottenham Hotspur og Real Madríd ásamt því að spila 111 A-landsleiki fyrir Wales. Um tíma var hann einn besti leikmaður heims en oftar en ekki var efast um ástríðu hans fyrir leiknum. Bale sjálfur ýtti undir slíka orðróma með því að gefa í skyn að honum fyndist skemmtilegra í golfi. Áhuginn á fótbolta er hins vegar slíkur að hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við TNT Sports. New season. New additions 🔥We’re proud to welcome Gareth Bale, Fara Williams, Michail Antonio, Jen Beattie and Anita Asante to the TNT Sports Football team for the 2025/26 season 🙌 pic.twitter.com/Wr0sgmOT2N— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 11, 2025 Segja má að Bale sé að leysa Rio Ferdinand af hólmi sem ákvað eftir tólf ár hjá fjölmiðlinum að kalla þetta gott. Ferdinand ætlar að eltast við önnur viðskiptatækifæri og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. TNT Sports hefur ekki kynnt teymi sitt fyrir komandi tímabil en hefur opinberað að Bale er ekki eina nýja nafnið sem mætir til leiks. Michail Antonio, sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er meðal þeirra sem munu starfa fyrir TNT Sports á komandi tímabili. Þær Fara Williams, Jen Beattie og Anita Asante munu sömuleiðis ganga til liðs við TNT-fjölskylduna. TNT Sports mun sýna 52 leiki ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili, þar af verða 32 hádegisleikir. Sýn Sport mun sýna alla 380 leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu. Deildin hefst á föstudaginn kemur með leik Liverpool og Bournemouth. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Bale gerði garðinn frægan hjá Tottenham Hotspur og Real Madríd ásamt því að spila 111 A-landsleiki fyrir Wales. Um tíma var hann einn besti leikmaður heims en oftar en ekki var efast um ástríðu hans fyrir leiknum. Bale sjálfur ýtti undir slíka orðróma með því að gefa í skyn að honum fyndist skemmtilegra í golfi. Áhuginn á fótbolta er hins vegar slíkur að hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við TNT Sports. New season. New additions 🔥We’re proud to welcome Gareth Bale, Fara Williams, Michail Antonio, Jen Beattie and Anita Asante to the TNT Sports Football team for the 2025/26 season 🙌 pic.twitter.com/Wr0sgmOT2N— Football on TNT Sports (@footballontnt) August 11, 2025 Segja má að Bale sé að leysa Rio Ferdinand af hólmi sem ákvað eftir tólf ár hjá fjölmiðlinum að kalla þetta gott. Ferdinand ætlar að eltast við önnur viðskiptatækifæri og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. TNT Sports hefur ekki kynnt teymi sitt fyrir komandi tímabil en hefur opinberað að Bale er ekki eina nýja nafnið sem mætir til leiks. Michail Antonio, sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er meðal þeirra sem munu starfa fyrir TNT Sports á komandi tímabili. Þær Fara Williams, Jen Beattie og Anita Asante munu sömuleiðis ganga til liðs við TNT-fjölskylduna. TNT Sports mun sýna 52 leiki ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili, þar af verða 32 hádegisleikir. Sýn Sport mun sýna alla 380 leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu. Deildin hefst á föstudaginn kemur með leik Liverpool og Bournemouth. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira