Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. ágúst 2025 20:07 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink „Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. „Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“ Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
„Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“
Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn