Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 20:00 Arne Slot þjálfari Liverpool taldi að aðdáendur Crystal Palace hafi ekki ætlað sér að trufla þagnarstundina fyrir leik. Julian Finney/Getty Crystal Palace tryggði sér Samfélagsskjöldinn í dag með því að leggja Liverpool af velli. Fyrir leik var viðhöfð mínútu þögn til að heiðra minningu Diogo Jota og bróður hans Andre en henni var endasleppt eftir truflun frá áhorfendum. Diogo og bróður hans létust í bílslysi í sumar og var því mínútu þögn til heiðurs þeirra fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn sem fram fór á Wembley leikvanginum fyrr í dag. Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistararnir Crystal Palace öttu kappi og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara dagsins. Leikurinn markar upphaf Ensku Úrvalsdeildarinnar en hún hefst svo af fullum krafti í næstu viku. Þegar eitthvað var liðið á þagnarstundina þá tók Chris Kavanagh til þeirra ráða að slaufa henni þar sem óhljóð bárust frá áhorfendum Crystal Palace megin í stúkunni. Arne Slot, þjálfari Liverpool, var spurður út í atvikið á blaðamannafundi eftir leik. „Ég hugsa nú að þetta hafi ekki verið með ráðum gert. Mögulega var viðkomandi ekki meðvitaður um að það væri mínútu þögn. Mögulega var hann bara glaður að liðið hans væri að taka þátt í þessum leik og vildi hvetja það áfram.“ „Það var nú reynt að róa þennan einstakling niður og það gerði enn meiri hávaða frá aðdáendum Crystal Palace sem gerði það að verkum að áhangendur Liverpool brugðust við. Þannig að ég held að ekkert illt hafi verið í hyggju með þessari truflun en aðdáendur Crystal Palace hafa sýnt Diogo og Andre mikla virðingu. Þetta var óheppilegt, ég finn ekki alveg réttu orðin hérna, en ég held að þetta hafi ekki verið í illu gert“, sagði Slot að lokum. Liverpool hefur leik gegn Bournemouth á heimavelli á föstudaginn í næstu viku. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SÝN Sport. Enski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Diogo og bróður hans létust í bílslysi í sumar og var því mínútu þögn til heiðurs þeirra fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn sem fram fór á Wembley leikvanginum fyrr í dag. Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistararnir Crystal Palace öttu kappi og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara dagsins. Leikurinn markar upphaf Ensku Úrvalsdeildarinnar en hún hefst svo af fullum krafti í næstu viku. Þegar eitthvað var liðið á þagnarstundina þá tók Chris Kavanagh til þeirra ráða að slaufa henni þar sem óhljóð bárust frá áhorfendum Crystal Palace megin í stúkunni. Arne Slot, þjálfari Liverpool, var spurður út í atvikið á blaðamannafundi eftir leik. „Ég hugsa nú að þetta hafi ekki verið með ráðum gert. Mögulega var viðkomandi ekki meðvitaður um að það væri mínútu þögn. Mögulega var hann bara glaður að liðið hans væri að taka þátt í þessum leik og vildi hvetja það áfram.“ „Það var nú reynt að róa þennan einstakling niður og það gerði enn meiri hávaða frá aðdáendum Crystal Palace sem gerði það að verkum að áhangendur Liverpool brugðust við. Þannig að ég held að ekkert illt hafi verið í hyggju með þessari truflun en aðdáendur Crystal Palace hafa sýnt Diogo og Andre mikla virðingu. Þetta var óheppilegt, ég finn ekki alveg réttu orðin hérna, en ég held að þetta hafi ekki verið í illu gert“, sagði Slot að lokum. Liverpool hefur leik gegn Bournemouth á heimavelli á föstudaginn í næstu viku. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SÝN Sport.
Enski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira