Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 10:33 Fjölmenn mótmæli fóru fram í Tel Aviv í gær. EPA Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. Öryggisráð Ísraels ákvað á föstudag að að taka yfir Gasa-borg. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Ákvörðun öryggisráðsins er umdeild meðal stjórnarandstöðunnar, almennra borgara og gamalla hermanna. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki aðeins leiða til dauða fleiri gísla og hermanna heldur pólitískrar óstjórnar. Tugþúsund mótmælendur söfnuðust saman á götum Tel Aviv um helgina. Þeirra á meðal voru fjölskyldur gísla í haldi Hamas, sem telja stjórnvöld ekki beita sér nægilega hart fyrir lausn þeirra. Fimmtíu gíslar eru enn í haldi Hamas en tuttugu þeirra eru taldir enn á lífi, samkvæmt umfjöllun AP. „Aukin átök útrýma bæði hermönnum og gíslum - Ísraelsmenn vilja ekki fórna þeim,“ sagði hópur sem samanstendur af fjölskyldum gíslanna í færslu á X. Ríkisstjórn Netanjahú hefur hafnað gagnrýninni og sagt að aukinn hernaður á Gasa muni auðvelda Ísraelsher að frelsa gíslana. Í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Kanada er ákvörðun öryggisráðsins fordæmd og yfirstandandi mannúðarkrísa á svæðinu komi til með að versna til muna með yfirtökunni. Allar tilraunir til landtöku á Gasa séu í trássi við alþjóðalög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfund í dag vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Ísraelsher hefur haldið árásum á óbreytta borgara áfram um helgina. Embættismenn við Nasser og Awda sjúkrahúsin á Gasa segja hermenn hafa drepið minnst ellefu manns sem biðu hjálpargagna í Suður- og Miðhluta Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að níu hafi verið drepnir og tvö hundruð særðir í sams konar árásum í Norðurhluta Gasa í gær. Heilbrigðisráðuneytið á Gasa heldur áfram að telja dauðsföll af völdum hungursneyðar á svæðinu, sem eru samkvæmt ráðuneytinu orðin 114 síðan í júní. Þá hafi 98 börn látist af völdum næringarskorts frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Hamas í október 2023 eftir að Hamasliðar drápu 1200 manns á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið yfir 61 þúsund Palestínumenn á Gasa samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar. Talið er að um helmingur hinna látnu séu konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Öryggisráð Ísraels ákvað á föstudag að að taka yfir Gasa-borg. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Ákvörðun öryggisráðsins er umdeild meðal stjórnarandstöðunnar, almennra borgara og gamalla hermanna. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki aðeins leiða til dauða fleiri gísla og hermanna heldur pólitískrar óstjórnar. Tugþúsund mótmælendur söfnuðust saman á götum Tel Aviv um helgina. Þeirra á meðal voru fjölskyldur gísla í haldi Hamas, sem telja stjórnvöld ekki beita sér nægilega hart fyrir lausn þeirra. Fimmtíu gíslar eru enn í haldi Hamas en tuttugu þeirra eru taldir enn á lífi, samkvæmt umfjöllun AP. „Aukin átök útrýma bæði hermönnum og gíslum - Ísraelsmenn vilja ekki fórna þeim,“ sagði hópur sem samanstendur af fjölskyldum gíslanna í færslu á X. Ríkisstjórn Netanjahú hefur hafnað gagnrýninni og sagt að aukinn hernaður á Gasa muni auðvelda Ísraelsher að frelsa gíslana. Í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Kanada er ákvörðun öryggisráðsins fordæmd og yfirstandandi mannúðarkrísa á svæðinu komi til með að versna til muna með yfirtökunni. Allar tilraunir til landtöku á Gasa séu í trássi við alþjóðalög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfund í dag vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Ísraelsher hefur haldið árásum á óbreytta borgara áfram um helgina. Embættismenn við Nasser og Awda sjúkrahúsin á Gasa segja hermenn hafa drepið minnst ellefu manns sem biðu hjálpargagna í Suður- og Miðhluta Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að níu hafi verið drepnir og tvö hundruð særðir í sams konar árásum í Norðurhluta Gasa í gær. Heilbrigðisráðuneytið á Gasa heldur áfram að telja dauðsföll af völdum hungursneyðar á svæðinu, sem eru samkvæmt ráðuneytinu orðin 114 síðan í júní. Þá hafi 98 börn látist af völdum næringarskorts frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Hamas í október 2023 eftir að Hamasliðar drápu 1200 manns á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið yfir 61 þúsund Palestínumenn á Gasa samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar. Talið er að um helmingur hinna látnu séu konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira