Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 10:33 Fjölmenn mótmæli fóru fram í Tel Aviv í gær. EPA Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. Öryggisráð Ísraels ákvað á föstudag að að taka yfir Gasa-borg. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Ákvörðun öryggisráðsins er umdeild meðal stjórnarandstöðunnar, almennra borgara og gamalla hermanna. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki aðeins leiða til dauða fleiri gísla og hermanna heldur pólitískrar óstjórnar. Tugþúsund mótmælendur söfnuðust saman á götum Tel Aviv um helgina. Þeirra á meðal voru fjölskyldur gísla í haldi Hamas, sem telja stjórnvöld ekki beita sér nægilega hart fyrir lausn þeirra. Fimmtíu gíslar eru enn í haldi Hamas en tuttugu þeirra eru taldir enn á lífi, samkvæmt umfjöllun AP. „Aukin átök útrýma bæði hermönnum og gíslum - Ísraelsmenn vilja ekki fórna þeim,“ sagði hópur sem samanstendur af fjölskyldum gíslanna í færslu á X. Ríkisstjórn Netanjahú hefur hafnað gagnrýninni og sagt að aukinn hernaður á Gasa muni auðvelda Ísraelsher að frelsa gíslana. Í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Kanada er ákvörðun öryggisráðsins fordæmd og yfirstandandi mannúðarkrísa á svæðinu komi til með að versna til muna með yfirtökunni. Allar tilraunir til landtöku á Gasa séu í trássi við alþjóðalög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfund í dag vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Ísraelsher hefur haldið árásum á óbreytta borgara áfram um helgina. Embættismenn við Nasser og Awda sjúkrahúsin á Gasa segja hermenn hafa drepið minnst ellefu manns sem biðu hjálpargagna í Suður- og Miðhluta Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að níu hafi verið drepnir og tvö hundruð særðir í sams konar árásum í Norðurhluta Gasa í gær. Heilbrigðisráðuneytið á Gasa heldur áfram að telja dauðsföll af völdum hungursneyðar á svæðinu, sem eru samkvæmt ráðuneytinu orðin 114 síðan í júní. Þá hafi 98 börn látist af völdum næringarskorts frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Hamas í október 2023 eftir að Hamasliðar drápu 1200 manns á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið yfir 61 þúsund Palestínumenn á Gasa samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar. Talið er að um helmingur hinna látnu séu konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Öryggisráð Ísraels ákvað á föstudag að að taka yfir Gasa-borg. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Ákvörðun öryggisráðsins er umdeild meðal stjórnarandstöðunnar, almennra borgara og gamalla hermanna. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki aðeins leiða til dauða fleiri gísla og hermanna heldur pólitískrar óstjórnar. Tugþúsund mótmælendur söfnuðust saman á götum Tel Aviv um helgina. Þeirra á meðal voru fjölskyldur gísla í haldi Hamas, sem telja stjórnvöld ekki beita sér nægilega hart fyrir lausn þeirra. Fimmtíu gíslar eru enn í haldi Hamas en tuttugu þeirra eru taldir enn á lífi, samkvæmt umfjöllun AP. „Aukin átök útrýma bæði hermönnum og gíslum - Ísraelsmenn vilja ekki fórna þeim,“ sagði hópur sem samanstendur af fjölskyldum gíslanna í færslu á X. Ríkisstjórn Netanjahú hefur hafnað gagnrýninni og sagt að aukinn hernaður á Gasa muni auðvelda Ísraelsher að frelsa gíslana. Í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Kanada er ákvörðun öryggisráðsins fordæmd og yfirstandandi mannúðarkrísa á svæðinu komi til með að versna til muna með yfirtökunni. Allar tilraunir til landtöku á Gasa séu í trássi við alþjóðalög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfund í dag vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Ísraelsher hefur haldið árásum á óbreytta borgara áfram um helgina. Embættismenn við Nasser og Awda sjúkrahúsin á Gasa segja hermenn hafa drepið minnst ellefu manns sem biðu hjálpargagna í Suður- og Miðhluta Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að níu hafi verið drepnir og tvö hundruð særðir í sams konar árásum í Norðurhluta Gasa í gær. Heilbrigðisráðuneytið á Gasa heldur áfram að telja dauðsföll af völdum hungursneyðar á svæðinu, sem eru samkvæmt ráðuneytinu orðin 114 síðan í júní. Þá hafi 98 börn látist af völdum næringarskorts frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Hamas í október 2023 eftir að Hamasliðar drápu 1200 manns á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið yfir 61 þúsund Palestínumenn á Gasa samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar. Talið er að um helmingur hinna látnu séu konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira