Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2025 23:48 Víkingarnir voru snúnir við þegar stuðningsmenn Bröndby réðust skyndilega að þeim. skjáskot Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32