Fótbolti

Sauð allt upp úr hjá stuðnings­fólki Brönd­by eftir leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego

Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna.

Á meðan leik stóð hafði gæslan þurft að skipta sér að þegar ósátt stuðningsfólk Bröndby átti ýmislegt vantalað við stuðningsfólk heimaliðsins. Náðist það til að mynda í útsendingu Sýnar Sport áður en fókusinn færðist yfir á leikinn sem fram fór í Víkinni.

Þó margt af stuðningsfólki gestanna hafi reynt eftir bestu getu að styðja við bakið á annars getulausu liði Bröndby þá var frammistaðan einfaldlega mörgum þeirra ekki bjóðandi. Þeir aðilar ákváðu að taka reiði sína út eftir leik á engu og öllu.

Náðist eitthvað af því á upptöku sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum. Þar má sjá lögregluna og gæslumenn reyna að hafa stjórn á aðstæðum. Sjá má upptökuna hér að neðan.

Klippa: Læti eftir leik Víkings og Bröndby

Vísir vinnur í að ná í forráðamenn Víkings og heyra hvað gekk á eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×