Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. ágúst 2025 13:16 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar þingsins, og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Vísir/Bjarni Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Ísland er þar ekki undanskilið en frá og með deginum í dag verður lagður fimmtán prósenta tollur í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá Íslandi. Saknaði ráðherra Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, segir fundinn með fulltrúum ráðuneytisins hafa verið fínan. Diljá segir þó miður að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi ekki mætt til fundar líkt og Diljá hafi óskað eftir. „Það eru þungar áhyggjur af síversnandi stöðu Íslands og viðskiptaumhverfi. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Diljá. Mjög gagnlegur fundur Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar þingsins, segist hafa tekið ákvörðun um að hafa þennan fund sem upplýsingafund og því ekki boðað ráðherrann. „Hann var boðaður að mínu frumkvæði. Ég held að þetta hafi verið mjög gagnlegur fundur með sérfræðingum ráðuneytisins sem gátu farið mjög á dýptina varðandi alla málaflokka og ég er ekki í vafa um að ráðherra – sem hefur verið mjög dugleg að mæta á fundi nefndarinnar – muni vera til taks og ræða þessi mál sem önnur. Jafnframt finnst mér eðlilegt að ræða einhvern tímann við hagaðila, bæði iðnaðinn og atvinnulífsins almennt því þetta varðar mjög mikilvæga hagsmuni atvinnulífsins í heild sinni. Við höfum verið í samtali við þau en það færi líka vel á því að þau gætu kynnt sín sjónarmið á fundi nefndarinnar,“ segir Pawel. Eins og þú nefnir þá hafa atvinnurekendur og aðrir hagaðilar miklar áhyggjur af þessari stöðu. Diljá, eftir þetta samtal, telur þú að hagsmunagæsla Íslands hvað þetta varðar – annars hvað lýtur að Bandaríkjunum og hins vegar Evrópusambandinu ef til þess kæmi – er hún nógu öflug eða er einhverjum spurningum enn ósvarað um hvaða leiðir sem hægt væri að fara? „Ég hef þungar áhyggjur af því að stjórnvöld og utanríkisráðherra hafi ekki verið nógu fókuseruð á hagsmunagæslu fyrir Ísland í báðum þessum málum. Það blasir auðvitað við að ESB ætli að brjóta á EES-samningnum og beita okkur verndartollum. Síðan varðandi þessa ákvörðun Bandaríkjastjórnar, maður veltir fyrir sér hvar hugur og forgangsröðun utanríkisráðherra hefur legið. Við fórum meðal annars yfir fundi og ferðir utanríkisráðherra sem hafa verið talsverðar. Það virðist vera sem svo að hagsmunagæslan hafi því miður ekki verið nógu öflug. En það er auðvitað ekki orðið of seint og við þurfum öll að taka höndum saman að gæta þessara grundvallarhagsmuna Íslands,“ segir Diljá Mist. Pawel, hvað segir þú? Er hægt að fullyrða að ESB ætli sér að brjóta gegn EES-samningnum og er hægt að spýta betur í hagsmunagæslunni? „Við höfum náttúrulega tekið skýrt á um það – bæði ráðherra og aðrir – að við teljum þessum þessar aðgerðir Evrópusambandsins ekki samræmast EES-samningnum og reyndar ekki koma honum sameiginlega evrópska markaði til góða. Markmiðið er væntanlega að tryggja framleiðslu á ákveðnum grundvallarhráefnum innan Evrópusambandsins. Það er ESB ekki til góða að slík starfsemi hér á landi eiga undir högg að sækja. Þannig að við höfum haldið því hart til haga gagnvart sameiginlegu EES-nefndinni og munum gera það áfram á næstu dögum,“ segir Pawel. Alþingi Skattar og tollar Efnahagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 10:12 Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 06:40 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Ísland er þar ekki undanskilið en frá og með deginum í dag verður lagður fimmtán prósenta tollur í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá Íslandi. Saknaði ráðherra Dilja Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, segir fundinn með fulltrúum ráðuneytisins hafa verið fínan. Diljá segir þó miður að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi ekki mætt til fundar líkt og Diljá hafi óskað eftir. „Það eru þungar áhyggjur af síversnandi stöðu Íslands og viðskiptaumhverfi. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Diljá. Mjög gagnlegur fundur Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar þingsins, segist hafa tekið ákvörðun um að hafa þennan fund sem upplýsingafund og því ekki boðað ráðherrann. „Hann var boðaður að mínu frumkvæði. Ég held að þetta hafi verið mjög gagnlegur fundur með sérfræðingum ráðuneytisins sem gátu farið mjög á dýptina varðandi alla málaflokka og ég er ekki í vafa um að ráðherra – sem hefur verið mjög dugleg að mæta á fundi nefndarinnar – muni vera til taks og ræða þessi mál sem önnur. Jafnframt finnst mér eðlilegt að ræða einhvern tímann við hagaðila, bæði iðnaðinn og atvinnulífsins almennt því þetta varðar mjög mikilvæga hagsmuni atvinnulífsins í heild sinni. Við höfum verið í samtali við þau en það færi líka vel á því að þau gætu kynnt sín sjónarmið á fundi nefndarinnar,“ segir Pawel. Eins og þú nefnir þá hafa atvinnurekendur og aðrir hagaðilar miklar áhyggjur af þessari stöðu. Diljá, eftir þetta samtal, telur þú að hagsmunagæsla Íslands hvað þetta varðar – annars hvað lýtur að Bandaríkjunum og hins vegar Evrópusambandinu ef til þess kæmi – er hún nógu öflug eða er einhverjum spurningum enn ósvarað um hvaða leiðir sem hægt væri að fara? „Ég hef þungar áhyggjur af því að stjórnvöld og utanríkisráðherra hafi ekki verið nógu fókuseruð á hagsmunagæslu fyrir Ísland í báðum þessum málum. Það blasir auðvitað við að ESB ætli að brjóta á EES-samningnum og beita okkur verndartollum. Síðan varðandi þessa ákvörðun Bandaríkjastjórnar, maður veltir fyrir sér hvar hugur og forgangsröðun utanríkisráðherra hefur legið. Við fórum meðal annars yfir fundi og ferðir utanríkisráðherra sem hafa verið talsverðar. Það virðist vera sem svo að hagsmunagæslan hafi því miður ekki verið nógu öflug. En það er auðvitað ekki orðið of seint og við þurfum öll að taka höndum saman að gæta þessara grundvallarhagsmuna Íslands,“ segir Diljá Mist. Pawel, hvað segir þú? Er hægt að fullyrða að ESB ætli sér að brjóta gegn EES-samningnum og er hægt að spýta betur í hagsmunagæslunni? „Við höfum náttúrulega tekið skýrt á um það – bæði ráðherra og aðrir – að við teljum þessum þessar aðgerðir Evrópusambandsins ekki samræmast EES-samningnum og reyndar ekki koma honum sameiginlega evrópska markaði til góða. Markmiðið er væntanlega að tryggja framleiðslu á ákveðnum grundvallarhráefnum innan Evrópusambandsins. Það er ESB ekki til góða að slík starfsemi hér á landi eiga undir högg að sækja. Þannig að við höfum haldið því hart til haga gagnvart sameiginlegu EES-nefndinni og munum gera það áfram á næstu dögum,“ segir Pawel.
Alþingi Skattar og tollar Efnahagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 10:12 Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 06:40 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 10:12
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. 7. ágúst 2025 06:40