Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 08:55 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að brúin verði vítamínsprauta fyrir syðri hluta Ítalíu. EPA Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig. Ítalía Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig.
Ítalía Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“