Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 08:55 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að brúin verði vítamínsprauta fyrir syðri hluta Ítalíu. EPA Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig. Ítalía Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig.
Ítalía Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira