Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 18:51 Kristrún Frostadóttir segir tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart Íslandi vonbrigði. Stjórnvöld þrýsti á um fund sem fyrst. Enn sé óljóst hvort Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Vísir Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi. Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hagsmunasamtök atvinnurekenda og iðnaðarins hafa lýst yfir áhyggjum af boðuðum tollahækkunum um 15 prósent á útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna sem taka gildi á morgun. Þá hefur stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld meðvituð um ástandið og stundi öfluga hagsmunagæslu. „Það skiptir máli að þessar aðgerðir í Bandaríkjunum voru einhliða, þær voru teknar án fyrirvara. Þannig að við urðum eftir á að lýsa vonbrigðum okkar sem við höfum svo sannarlega gert. Það er breyttur veruleiki í alþjóðaviðskiptum. Við sjáum það í Bandaríkjunum, Asíu og Kína. Auðvitað er Evrópusambandið að vernda sig í ákveðnum geirum. En það eru skiptar skoðanir um málið meðal landa Evrópusambandsins. Þannig að við erum að fóta okkur í nýjum heimi. Lykilatriðið er að hafa stjórn á því sem við höfum stjórn á, sem er öflug íslensk hagsmunagæsla,“ segir Kristrún. Gríðarlegir hagsmunir Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni. Til að mynda nemur vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag alls tæplega 430 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Til samanburðar er kostnaður við byggingu nýs Landspítala áætlaður um 211 milljarða króna. Lyf, lækningavörur og þjónusta verða þó enn sem komið er undanþegin tollum. Engin fundir enn sem komið er Stjórnvöld kölluðu eftir samtali um hækkunina við bandarísk yfirvöld þegar hún var tilkynnt um mánaðamótin. Kristrún segir að enn sem komið er hafi slíkur fundur ekki verið boðaður. „Það liggur fyrir að viðræðurnar eru enn ekki hafnar en við erum enn að þrýsta á um að þær hefjist sem fyrst,“ segir Kristrún. Hún segir í mörg horn að líta í komandi viðræðum. „Þessar viðræður verða ekki teknar á nokkrum dögum eða einni viku,“ segir Kristrún. Óljóst hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla Kristrún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort að Evrópusambandið taki upp verndartolla gagnvart Íslandi. Viðtalið í heild: „Það er ekki búið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið vegna þessa máls. Það er afar mikilvægt að halda því til haga. Ég hef átt í beinum samskiptum við forsætisráðherra Noregs um málið og við höfum beitt okkur í sameiningu,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira