Fótbolti

Ómar Björn: Mis­reiknaði boltann

Árni Jóhannsson skrifar
Ómar Björn Stefánsson hetja ÍA í kvöld í baráttu við varnarmenn Vals.
Ómar Björn Stefánsson hetja ÍA í kvöld í baráttu við varnarmenn Vals. Vísir / Diego

Ómar Björn Stefánsson reyndist hetja Skagamanna þegar þeir náðu í jafntefli gegn Val efsta liðið Bestu deildar karla. Hann skoraði jöfnunarmarkið með öxlinni þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Ómar var spurður fyrst og fremst að því hvernig tilfinningin hafi verið þegar hann sá boltann liggja í netinu þegar hann mætti í viðtal við Val Pál Eiríksson hjá Sýn Sport.

„Þetta var bara geggjað. Ég sá hann ekki inni þegar ég snerti hann fyrst. Ég misreiknaði sendinguna helling þegar hún kom til mín. Ég fékk hann í öxlina og þaðan sveif hann inn. Bara geggjað.“

Þarf Ómar þá ekki bara að fara að misreikna boltann oftar?

„Jú það gæti verið þannig.“

Hvernig er hægt að líta á þennan leik þó burtséð frá úrslitunum? Þetta leit ekki vel út til að byrja með.

„Við byrjuðum hægt. Þeir keyra bara á okkur og komast 2-0 yfir og ég veit ekki hvort menn hafi verið að láta hvorn annan heyra það í hálfleik en við komum allavega vel gíraðir út í seinni. Sýndum bara hvað við getum.“

Hver voru skilaboðin til Ómars þegar hann kom inn á?

„Bara að skora“, sagði Ómar sposkur en það leit ekki út fyrir að jöfnunarmarkið væri á leiðinni. Var trú á því að þeir myndu ná því? „Já maður verður að hafa trú á því.“

Hvernig lítur botnbaráttan við Ómari en það eru erfiðir leikir framundan, þar á meðal við Víking og Breiðablik. Alvöru dagskrá fyrir ÍA á næstu vikum.

„Já hver einasti leikur er bara hörkubarátta. Við verðum að sækja einhver stig þarna. Það er lítið eftir af mótinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×