Innlent

Búast við þrumu­veðri og vatna­vöxtum

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðrið er líklegt til að leika fólk grátt.
Veðrið er líklegt til að leika fólk grátt. Vísir/Vilhelm

Kröftug samskil munu ganga norðaustur yfir landið í kvöld og í nótt en þeim mun fylgja suðvestan slagveðursrigning. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands segja að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu og hvassast með suðvesturströndinni.

Með þessari úrkomu er búist við miklum vatnavöxtum og þá sérstaklega við Mýrdalsjökul og suður af Vatnajökli. Ferðalangar eru beðnir um að sýna aðgát.

Þá eru líkur á eldingum á suðvestanverðu landinu í kvöld og fram yfir miðnætti, á Faxaflóa, Suðurlandi, vestanverðu Suðausturlandi og á Miðhálendinu.

Fólki er bent á að forðast vatn, hæðir í landslagi og berangur. Nánari upplýsingar um viðbrögð við eldingaveðri er á upplýsingasíðu almannavarna.


Tengdar fréttir

Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart

Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni.

Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×