Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 14:48 Vinsældir nafnsins Keir hafa minnkað í valdatíð forsætisráðherrans. AP Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast. Telegraph greinir frá gögnum sem breska hagstofan birti í morgun þar sem finna má tölfræði yfir vinsælustu nöfn stráka og stelpna í Englandi og Wales. Þar segir að fjórir strákar hafi fengið nafnið Keir árið 2023, en engir í fyrra. Keir Starmer tók við sem forsætisráðherra Bretlands í júlí 2024. Sagt er frá því að uppruna nafnsins Keir megi rekja til Írlands, en eigi einnig rætur í Skotlandi. Sjálfur hafi Keir Starmer verið nefndur eftir Keir Hardie, einum af stofnendum verkamannaflokks Bretlands og fyrsta þingflokksleiðtoga hans. Í fyrra voru sextán strákar nefndir Boris, og fimm fengu nafnið Nigel. Vinsældir nafnsins Boris jukust eilítið þegar hann varð forsætisráðherra árið 2019, en það ár fengu 39 strákar nafnið og 43 árið 2020. Þegar Rishi Sunak varð forsætisráðherra árið 2022 voru 36 strákar sem fengu nafnið, en 37 voru nefndir Rishi árið eftir, 2023. Múhameð eykur forskotið Vinsældir Múhameðs jukust um fjórðung milli áranna 2023 og 2024, og jók þar með forskot sitt í fyrsta sæti vinsældarlistans. Í fyrra fæddust 5.721 sem fengu nafnið Múhameð, samanborið við 4.661 árið á undan, 2023, en það var í fyrsta sinn sem nafnið varð vinsælasta nafn nýfæddra breskra stráka. Í öðru sæti vinsældarlistans var nafnið Noah, en 4.139 strákar fengu nafnið Noah í fyrra. Í þriðja sæti var Oliver, í fjórða sæti Arthur og í því fimmta var Leo. Meðal stúlkna var nafnið Olivia vinsælast, níunda árið í röð. Þar á eftir kom Amelia, svo Lily, í því þriðja Isla og því fimmta Ivy. Nánar má lesa um málið í Telegraph. Bretland Wales England Mannanöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Telegraph greinir frá gögnum sem breska hagstofan birti í morgun þar sem finna má tölfræði yfir vinsælustu nöfn stráka og stelpna í Englandi og Wales. Þar segir að fjórir strákar hafi fengið nafnið Keir árið 2023, en engir í fyrra. Keir Starmer tók við sem forsætisráðherra Bretlands í júlí 2024. Sagt er frá því að uppruna nafnsins Keir megi rekja til Írlands, en eigi einnig rætur í Skotlandi. Sjálfur hafi Keir Starmer verið nefndur eftir Keir Hardie, einum af stofnendum verkamannaflokks Bretlands og fyrsta þingflokksleiðtoga hans. Í fyrra voru sextán strákar nefndir Boris, og fimm fengu nafnið Nigel. Vinsældir nafnsins Boris jukust eilítið þegar hann varð forsætisráðherra árið 2019, en það ár fengu 39 strákar nafnið og 43 árið 2020. Þegar Rishi Sunak varð forsætisráðherra árið 2022 voru 36 strákar sem fengu nafnið, en 37 voru nefndir Rishi árið eftir, 2023. Múhameð eykur forskotið Vinsældir Múhameðs jukust um fjórðung milli áranna 2023 og 2024, og jók þar með forskot sitt í fyrsta sæti vinsældarlistans. Í fyrra fæddust 5.721 sem fengu nafnið Múhameð, samanborið við 4.661 árið á undan, 2023, en það var í fyrsta sinn sem nafnið varð vinsælasta nafn nýfæddra breskra stráka. Í öðru sæti vinsældarlistans var nafnið Noah, en 4.139 strákar fengu nafnið Noah í fyrra. Í þriðja sæti var Oliver, í fjórða sæti Arthur og í því fimmta var Leo. Meðal stúlkna var nafnið Olivia vinsælast, níunda árið í röð. Þar á eftir kom Amelia, svo Lily, í því þriðja Isla og því fimmta Ivy. Nánar má lesa um málið í Telegraph.
Bretland Wales England Mannanöfn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira