Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2025 12:30 Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti Ólafsvökuræðuna, stefnuyfirlýsingu landsstjórnar Færeyja, við setningu Lögþingsins í fyrradag. Løgmansskrivstovan Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. Umræður um Ólafsvökuræðu lögmannsins, sem í raun er stefnuræða landsstjórnarinnar, hófust á Lögþinginu í morgun, en skilyrðið um að hækkun eftirlaunaaldurs fylgi Suðureyjargöngum er núna eitt helsta mál færeyskra fjölmiðla. „Ef við ætlum að vera framsýn og tryggja fjárhagslega samkeppnishæfni til lengri tíma litið verðum við að hækka eftirlaunaaldurinn,“ sagði Aksel V. Johannesen í ræðunni í fyrradag. Skrúðgangan milli Dómkirkjunnar í Þórshöfn og þinghússins fyrir setningu Lögþingsins. Fremst ganga lögmaðurinn, Aksel V. Johannesen, til vinstri, fyrir miðju er forseti Lögþingsins, Bjørt Samuelsen, og til hægri biskup Færeyja, Jógvan Fríðriksson. Prestar Færeyja ganga á undan þingmönnum.Løgtingið Hann sagði að miðað við árið 1985 lifðu Færeyingar núna að meðaltali fjórum til fimm árum lengur. „Það er gott að lífslíkur halda áfram að hækka. En það þýðir að við fáum lífeyri greiddan í sífellt fleiri ár eftir því sem við eldumst. En á sama tíma munu sífellt færri borga. Það gengur ekki upp,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að breytingarnar færu ekki að taka gildi fyrr en árið 2035. Einnig yrðu undantekningar. Þannig yrði tekið tillit til kröfu verkalýðsfélaga um að fólk, sem verið hefði á vinnumarkaði frá unga aldri, gæti farið fyrr á eftirlaun. Samtímis skýrði lögmaðurinn frá því að frumvarp um Suðureyjargöng, langstærsta jarðgangaverkefni í sögu Færeyja, yrði lagt fram að nýju í haust. Göngin gætu orðið allt að 26 kílómetra löng, eftir því hvaða leið verður valin. Vonaðist lögmaðurinn eftir breiðri samstöðu. Málið væri brýnt til að stöðva fólksfækkun á Suðurey. „Við stóðum saman um Fámjin-göngin, sem núna hafa verið opnuð, um Dalsgöngin, sem líklega munu opna eftir ár, og um Tjörnuvíkurgöngin, þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári,“ sagði Aksel. Hann lét ekki nægja að boða enn ein jarðgöngin, til Tjörnuvíkur, heldur tilkynnti jafnframt um smíði tveggja nýrra ferja. Önnur myndi sigla til Karlseyjar, og líklega verða boðin út á þessu ári, og hin myndi sigla til Svíneyjar og Fuglseyjar. Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í viðauka sem fylgir Ólafsvökuræðunni kemur fram að á fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Þinganesi þann 10. júní síðastliðinn hafi náðst þverpólitískt samkomulag um að halda áfram undirbúningi Suðureyjarganga með tilheyrandi vegtengingum. Sérstakt fyrirtæki, P/F Suðuroyartunnilin, myndi áfram bera ábyrgð á verkefninu og því falið að bera saman tvö mismunandi valkosti. Þegar þeirri greiningu væri lokið yrði málið lagt fyrir Lögþingið til ákvörðunar. Lögþingsmenn ásamt ráðherrum landsstjórnar skrúðklæddir á Þinghúsvelli framan við hús Lögþingsins í Þórshöfn í fyrradag.Løgtingið Í þessum tilmælum felst jafnframt sú pólitíska niðurstaða að Skúfey verður tengd við jarðgöngin. Valkostirnir, sem greina á, gera nefnilega báðir ráð fyrir tengingu við Skúfey, sem liggur á milli Sandeyjar og Suðureyjar. Á Skúfey er aðeins eitt þorp með um 40 íbúa. Um 4.500 manns búa núna á Suðurey en þar bjuggu 5.900 manns árið 1985. Íbúar Sandeyjar eru um 1.200 talsins en 10,8 kílómetra löng Sandeyjargöng frá Straumey voru opnuð fyrir jólin 2023, eins og sjá má hér: Fjármálaráðherrann Ruth Vang, formaður Framsóknar, lagðist í vor gegn samþykkt Suðureyjarganga nema stjórnarfrumvarp um hækkun eftirlaunaldurs fengist einnig í gegn. Hún taldi þá breytingu nauðsynlega ef tryggja ætti sjálfbærni færeyska hagkerfisins til framtíðar. Lögþingið hafði áður samþykkt árið 2018 að 67 ára eftirlaunaaldur skyldi frá 1. júlí 2024 hækka um hálft ár og aftur um hálft ár frá 1. júli 2030. Það þýðir að frá árinu 2030 verður eftirlaunaldur í Færeyjum kominn í 68 ár. Frumvarpið gerði ráð fyrir að haldið yrði áfram á sömu braut; að eftirlaunaaldur yrði hækkaður í jöfnum áföngum upp í 70 ár til ársins 2042. Næsta skref yrði tekið árið 2035 með hækkun upp í 68 ár og þrjá mánuði. Hér má heyra um áform íslenskra stjórnvalda í jarðgangamálum: Færeyjar Samgöngur Eldri borgarar Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7. júlí 2025 20:40 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Umræður um Ólafsvökuræðu lögmannsins, sem í raun er stefnuræða landsstjórnarinnar, hófust á Lögþinginu í morgun, en skilyrðið um að hækkun eftirlaunaaldurs fylgi Suðureyjargöngum er núna eitt helsta mál færeyskra fjölmiðla. „Ef við ætlum að vera framsýn og tryggja fjárhagslega samkeppnishæfni til lengri tíma litið verðum við að hækka eftirlaunaaldurinn,“ sagði Aksel V. Johannesen í ræðunni í fyrradag. Skrúðgangan milli Dómkirkjunnar í Þórshöfn og þinghússins fyrir setningu Lögþingsins. Fremst ganga lögmaðurinn, Aksel V. Johannesen, til vinstri, fyrir miðju er forseti Lögþingsins, Bjørt Samuelsen, og til hægri biskup Færeyja, Jógvan Fríðriksson. Prestar Færeyja ganga á undan þingmönnum.Løgtingið Hann sagði að miðað við árið 1985 lifðu Færeyingar núna að meðaltali fjórum til fimm árum lengur. „Það er gott að lífslíkur halda áfram að hækka. En það þýðir að við fáum lífeyri greiddan í sífellt fleiri ár eftir því sem við eldumst. En á sama tíma munu sífellt færri borga. Það gengur ekki upp,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að breytingarnar færu ekki að taka gildi fyrr en árið 2035. Einnig yrðu undantekningar. Þannig yrði tekið tillit til kröfu verkalýðsfélaga um að fólk, sem verið hefði á vinnumarkaði frá unga aldri, gæti farið fyrr á eftirlaun. Samtímis skýrði lögmaðurinn frá því að frumvarp um Suðureyjargöng, langstærsta jarðgangaverkefni í sögu Færeyja, yrði lagt fram að nýju í haust. Göngin gætu orðið allt að 26 kílómetra löng, eftir því hvaða leið verður valin. Vonaðist lögmaðurinn eftir breiðri samstöðu. Málið væri brýnt til að stöðva fólksfækkun á Suðurey. „Við stóðum saman um Fámjin-göngin, sem núna hafa verið opnuð, um Dalsgöngin, sem líklega munu opna eftir ár, og um Tjörnuvíkurgöngin, þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári,“ sagði Aksel. Hann lét ekki nægja að boða enn ein jarðgöngin, til Tjörnuvíkur, heldur tilkynnti jafnframt um smíði tveggja nýrra ferja. Önnur myndi sigla til Karlseyjar, og líklega verða boðin út á þessu ári, og hin myndi sigla til Svíneyjar og Fuglseyjar. Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í viðauka sem fylgir Ólafsvökuræðunni kemur fram að á fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Þinganesi þann 10. júní síðastliðinn hafi náðst þverpólitískt samkomulag um að halda áfram undirbúningi Suðureyjarganga með tilheyrandi vegtengingum. Sérstakt fyrirtæki, P/F Suðuroyartunnilin, myndi áfram bera ábyrgð á verkefninu og því falið að bera saman tvö mismunandi valkosti. Þegar þeirri greiningu væri lokið yrði málið lagt fyrir Lögþingið til ákvörðunar. Lögþingsmenn ásamt ráðherrum landsstjórnar skrúðklæddir á Þinghúsvelli framan við hús Lögþingsins í Þórshöfn í fyrradag.Løgtingið Í þessum tilmælum felst jafnframt sú pólitíska niðurstaða að Skúfey verður tengd við jarðgöngin. Valkostirnir, sem greina á, gera nefnilega báðir ráð fyrir tengingu við Skúfey, sem liggur á milli Sandeyjar og Suðureyjar. Á Skúfey er aðeins eitt þorp með um 40 íbúa. Um 4.500 manns búa núna á Suðurey en þar bjuggu 5.900 manns árið 1985. Íbúar Sandeyjar eru um 1.200 talsins en 10,8 kílómetra löng Sandeyjargöng frá Straumey voru opnuð fyrir jólin 2023, eins og sjá má hér: Fjármálaráðherrann Ruth Vang, formaður Framsóknar, lagðist í vor gegn samþykkt Suðureyjarganga nema stjórnarfrumvarp um hækkun eftirlaunaldurs fengist einnig í gegn. Hún taldi þá breytingu nauðsynlega ef tryggja ætti sjálfbærni færeyska hagkerfisins til framtíðar. Lögþingið hafði áður samþykkt árið 2018 að 67 ára eftirlaunaaldur skyldi frá 1. júlí 2024 hækka um hálft ár og aftur um hálft ár frá 1. júli 2030. Það þýðir að frá árinu 2030 verður eftirlaunaldur í Færeyjum kominn í 68 ár. Frumvarpið gerði ráð fyrir að haldið yrði áfram á sömu braut; að eftirlaunaaldur yrði hækkaður í jöfnum áföngum upp í 70 ár til ársins 2042. Næsta skref yrði tekið árið 2035 með hækkun upp í 68 ár og þrjá mánuði. Hér má heyra um áform íslenskra stjórnvalda í jarðgangamálum:
Færeyjar Samgöngur Eldri borgarar Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7. júlí 2025 20:40 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7. júlí 2025 20:40
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50