Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 07:31 Tom Brady var ekki aðdáandi vinnubragða Wayne Rooney hjá Birmingham og enska goðsögnina var rekinn eftir tæpa þrjá mánuði. Getty/Chris Brunskill/Jonathan Moscrop Tom Brady var ekkert bara upp á punt þegar kemur að enska fótboltaliðinu Birmingham City. Þessi NFL goðsögn hafði sterkar skoðanir á stjóra og leikmönnum félagsins. Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc) Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc)
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira