Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 07:31 Tom Brady var ekki aðdáandi vinnubragða Wayne Rooney hjá Birmingham og enska goðsögnina var rekinn eftir tæpa þrjá mánuði. Getty/Chris Brunskill/Jonathan Moscrop Tom Brady var ekkert bara upp á punt þegar kemur að enska fótboltaliðinu Birmingham City. Þessi NFL goðsögn hafði sterkar skoðanir á stjóra og leikmönnum félagsins. Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc) Enski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Sjá meira
Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc)
Enski boltinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Sjá meira