„Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júlí 2025 17:39 Grétar Örn leiðsögumaður aðstoðaði mann sem átti fasta bíla uppi á hálendinu. Samsett Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar. Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar.
Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira