Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 13:53 Allt vatn þarf að sjóða í Stöðvarfirði vegna örgerlamengunar. Vísir/Samsett Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira