Fótbolti

Gerðu tvö jafn­tefli gegn C-deildarliðum á einum degi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Yves Bissouma í baráttunni í leik Tottenham gegn Luton í dag.
Yves Bissouma í baráttunni í leik Tottenham gegn Luton í dag. Alex Pantling/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur í nægu að snúast í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Liðið lék tvo leiki í dag.

Í morgun mætti liðið Wycombe Wanderers, sem leikur í ensku C-deildinni, og skildu liðin jöfn, 2-2. Pape Matar Sarr skoraði bæði mörk Tottenham í fyrri leik liðsins í dag.

Sarr var hins vegar ekki í leikmannahópi Tottenham rúmum tveimur tímum eftir að leik liðsins gegn Wycombe lauk þegar liðið heimsótti Luton, sem einnig leikur í ensku C-deildinni.

Raunar voru mjög margar breytingar á leikmannahópi Tottenham á milli leikja, enda ætlar nýi þjálfarinn, Thomas Frank, líklega ekki að keyra menn algjörlega út áður en leiktíðin hefst.

Þrátt fyrir ferska fætur náðu gestirnir í Tottenham ekki heldur að næla sér í sigur gegn C-deildarliði Luton og leiknum lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×