Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 15:51 Fjölmenn mótmæli hafa geisað um alla Úkraínu í dag og í gær eftir nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar. Getty Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38