Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 15:51 Fjölmenn mótmæli hafa geisað um alla Úkraínu í dag og í gær eftir nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar. Getty Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent