Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 17:17 Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag. Bjarni Þór Sigurðsson Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira